Sýning um afritun, fjölritun og ritstuld í samstarfi við LungA skólann. Sýningarstjórn Gavin Morrison. Afritun er algeng og undirstöðuatriði við listsköpun. Þrátt fyrir það er ekki öll afritun af sama meiði. Búast má við margskonar siðferðislegum viðbrögðum sem spanna allt frá virðingu fyrir þeirri akademísku hefð byrjenda að endurgera verk meistara, til hneykslunar vegna ritstolinna skáldsagna. Sýningin Ófrumlegt tekur á mismunandi gerðum afritunar og fjölföldunar og hvernig við skiljum ásetning og áhrif þessara verka sem virðast á stundum siðferðislega vandmeðfarin. Út frá sjóræningjaútgáfum Jon Routson á Hollywood kvikmyndum og uppstækkuðum prentum eftir Suicide Girls af verkum Richards Prince, sem aftur […]
Liðnar sýningar og viðburðir
One is On
Verk Unnar Andreu fjalla á mismunandi hátt um hverfandi dýpri tengsl milli manna á tímum vaxandi narsisma eða sjálfsdýrkunar. Verkin minna okkur á að narsisismi er form af persónuleikaröskun, sem fellst meðal annars í yfirdrifinni sjálfsupphafning. Þessi hegðun er orðin viðurkennd nú á dögum meðal öfgahópa en einnig hjá okkur einstaklingum sem notum netheiminn til þess að skapa og stjórna ímynd af okkur sjálfum. Verkin fjalla um hvernig hin nýja leið mannsins til að réttlæta tilvist sína sé að „ganga í augun á öðrum“ . Þannig séum við ekki að tengjast hvert öðru á raunverulegan hátt, heldur í gegnum fyrirfram hannaða […]