Gestalistamennirnir Kati Gausmann, Richard Skelton og Ráðhildur Ingadóttir ljúka dvöl sinni með kynningu á verkum í vinnslu í Bókabúðinni-verkefnarými sunnudaginn 26. júní frá kl. 12:00-18:00. Listamennirnir komu fyrst og dvöldu á Seyðisfirði í september 2014 og samtímis hófst þátttaka þeirra í verkefninu Frontiers in Retreat. Nú lýkur seinni dvöl þeirra frá maí – júní 2016 og munu niðurstöður úr vinnuferlinu verða til sýnis í Skaftfell á næsta ári. Kati Gausmann: Frottage on the mountain about 102 m above sea level, from the series ‘dancing dough and circumstances’, 2014, photo of work. Kati Gausmann is a sculptor living and working in Berlin. Her […]
Liðnar sýningar og viðburðir
Þríhöfði
List án landamæra ásamt Skaftfelli og LungA kynna samsýninguna Þríhöfða í Herðubreið á Seyðisfirði þann 11. júlí kl. 17:00. Seyðfirska bandið Times New Roman mun spila nokkur lög á opnuninni. Sýningin er samstarf austfirsku listamannanna Arons Kale, Daníels Björnssonar og Odee. Markmið samstarfsins var að tengja saman ólíka listamenn og leyfa þeim að vinna saman að sameiginlegri listsköpun, þar sem óljóst væri hvaða listamaður hefði gert hvað. Samruni þessara listamanna skilar sér í áhugaverðri samsetningu listaverka, þar sem unnið var með blandaða tækni. Sýningin fjallar ekki einungis um verkin sjálf heldur ferðalagið frá upphafi til enda verkefnisins, þar sem ýmsar skissur […]