Liðnar sýningar og viðburðir

/www/wp content/uploads/2016/05/springs call of nature 72 crop

Spring’s Call of Nature & Ymur þula

Gjörningar í Tvísöng. Spring’s Call of Nature eftir Styrmir Örn Guðmundsson. Styrmir er maður frásagna og gjörninga auk þess sem hann syngur, býr til hluti og teiknar. Hann laðast að hinu fjarstæðukennda að því leytinu til að hann hefur ástríðu sem jaðrar við þráhyggju fyrir hinu fáránlega, bjánalega eða skrítna, en á sama tíma hefur hann blítt og hugulsamt viðhorf gagnvart því: hann hugsar vel um hið fjarstæðukennda, hann hjálpar því að þroskast, hann gefur því rými þar sem það getur bæði orkað stuðandi og þægilegt. Styrmir stundaði listnám í Amsterdam og í kjölfarið hefur hann unnið á alþjóðlegum vettvangi bæði […]

Read More

/www/wp content/uploads/2016/05/lf shadow work

Skuggaverk – stuttmyndir um ljós og myrkur

Í ágúst og desember dvelja London Fieldworks sem gestalistamenn í Skaftfelli. Á þessu tveggja mánaða tímabili munu þau búa til stuttmyndir um ljós og myrkur í þeim tilgangi að bera kennsl á og túlka staðbundna þekkingu í tengslum við síbreytileg birtuskilyrði. Bruce og Jo munu kynna verk sín og efna til umræðna um upplifun á ljósi og myrkri á Seyðisfirði. Listamannateymið Bruce Gilchrist og Jo Joelson kanna sambandið milli landafræði og samtímamyndlistar, snertifleti menningar og náttúru í gegnum kvikmyndir, manngerð umhverfi og fjölskynjunar innsetningar. Þau reka vinnustofu í austur London, en starf þeirra fer fram með vettvangsvinnu í þéttbýli, dreifbýli […]

Read More