Raddskúlptúrinn Ævintýri eftir Magnús Pálsson verður fluttur sem hluti af yfirstandandi sumarsýningu Skaftfells, Samkoma handan Norðanvindsins. Magnús er fæddur 1929 á Eskifirði og er einn áhrifamesti listamaður sem Ísland hefur alið. Magnús hefur starfað ötullega að listiðkun í sex áratugi og ávallt á mörkum myndlistar, tónlistar og leiklistar. Raddskúlptúrinn byggist á ítalskri sögu þar sem garðyrkjumaður gengur fram á lík á akri nokkrum og býr um líkið. Þegar hann snýr aftur til vinnu daginn eftir er líkið horfið. Magnús Pálsson er skúlptúristi, hljóðskáld, gjörningamaður og kennari en einn aðaláhrifavaldur hans var Flúxus hreyfingin en með henni ruddi hygmyndalistin og konkret-ljóðlistin sér […]
Liðnar sýningar og viðburðir
Gursus í Tvísöng
Tónlistardúóið er Gursus er afleiðing óvænts fundar, milli alþýðutónlistar fiðluleikara og jass saxafónleikara, sem má rekja til lestarseinkunar. Saman leika þau fjöruga, öfluga, svipmikla og óstýriláta tónlist sem á sér ræturr í hefðbundin þjóðlög í bland við frjálsan og formlegan jass, ásamt töluvert af spunaleik. Einstakt tækifæri til að kynna sér bræðing alþýðutónlistar og jass. Gursus mun spila á nokkrum stöðum á Íslandi og má fylgjast með ferðum þeirra hérna. Nánar um bandið Heitir tónar eru einkennandi fyrir stíl Idu sem bráðna saman við magnað spil Svens. Hljóðið verður fast og heiðarlegt og þú kemst svo nálægt því að þú finnur […]