Dagana 20. – 22. maí efnir Skaftfell til málþings um samspil myndlistar og vistfræði í tengslum við verkefnið Frontiers in Retreat. Yfirskrift málþingsins er „Verkfæri til sjálfsbjargar á hjara veraldar” og mun það þjóna sem samtalsvetttvangur þar sem rýnt verður í eftirfarandi spurningar: Hver eru helstu einkenni vistkerfa, umhverfis, samfélags og daglegs lífs á Íslandi? Hvernig geta listamenn tekist á við þessi málefni og hvert er framlag þeirra til umræðunnar? Hvaða tækifæri og áskoranir eru framundan fyrir staðbundin vistkerfi og hvernig getum við aðlagast þeim? Boðið verður upp á fyrirlestra sem tengjast náttúru, jarðfræði og mannlífi, snertifleti myndlistar og vistfræði, […]
Liðnar sýningar og viðburðir
Frontiers of Solitude – verkefnakynning
Frontiers of Solitude er alþjóðlegt samstarfsverkefni milli listamanna og listastofnana í þremur Evrópulöndum; Školská 28 í Tékklandi, Atelier Nord í Noregi og Skaftfelli. Á tímabilinu apríl 2015 – apríl 2016 tóku 20 listamenn þátt í verkefninu með aðkomu og þátttöku sinni að gestavinnustofudvöl, rannsóknarleiðöngrum, vinnnustofum, málþingi og sýningarhaldi. Í verkefninu veltu listamennirnir fyrir sér yfirstandandi umbreytingu landslags og náin tengsl milli síð-iðnaðarsamfélagsins og náttúru. Þessi þemu voru útfærð með tilliti til vistfræðilegra og félagshagfræðilegra áhrifa sem orkuiðnaður og námugröftur hefur á tiltekið landslag í Tékklandi, Noregi og Íslandi. Í þessu samhengi var sex listamönnum frá þátttökulöndum boðið á Austurland í ágúst […]