Liðnar sýningar og viðburðir

/www/wp content/uploads/2016/01/rrw promo image

Listamannaspjall #25

Þriðjudaginn 19. janúar kl. 16:30 Skaftfell, Austurvegur 42, 3. hæð Gestalistamenn Skaftfells í janúar Nora Mertes (DE) og Rashanna Rashied-Walker (USA) fjalla um verk sín og viðfangsefni. Einnig mun Ingirafn Steinarsson gefa stutta kynningu á listsköpun sinni en hann dvaldi sem gestalistamaður í Slakthusateljéerna í desember á síðasta ári, í gegnum vinnstofuskipti á vegum Skaftfells. Spjallið fer fram á ensku. Um listamennina Ingirafn Steinarsson lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1999 og útskrifaðist með MA-gráðu frá Listaháskólanum í Malmö 2006. Í verkum sínum vinnur hann með innsetningar, hluti, teikningar og myndbandsverk. Að undanförnu hafa verkin verið byggð í […]

Read More

Litróf: skínandi og endurspeglandi

Litróf: skínandi og endurspeglandi

Í verkum sínum einbeitir hollenska listakonan Lola Bezemer sér að upplifuninni á litum og ljósi í rýmum innanhúss. Við komu sína til Íslands tók hún með sér ógrynni af lituðum vefnaði í þeim tilgangi að vinna með hann í snjóhvítu landslaginu. Líkt og þegar maður varpar á hvítan vegg er sömuleiðis hægt að nota hvítt landslagið í sama tilgangi. Í Bókabúðinni verður sýnt myndbandsverk sem tekið var utandyra og verður það fléttað saman við ljósainnsetningu inni í rýminu. Bæði verkin samanstanda af lituðu fallhlífarefni en draga fram ólíka eiginleika efnisins; innsetningin sýnir hvernig efnið geislar ljósinu og virðist stöðugt en […]

Read More