Liðnar sýningar og viðburðir

The Mystery Hour

Islandia en Islandia

19.-22. ágúst í Bókabúðinni-verkefnarými Verkefnið Islandia en Islandia miðar að því að skapa samtal við listamenn búsetta á Seyðisfirði og ræða hugmyndina um smærri vinnustofur. Listamönnum verður boðið upp á örlistamannadvöl Bókabúðinni, eða við Tvísöng, og fá þar tvær klukkustundir við að setja fram verk sem þau vinna að um þessar mundir eða skapa nýtt verkefni fyrir þessar aðstæður. Með þessum viðburðum, samskiptum við áhorfendur eða annarri listrænni þróunarvinnu sem á sér þar stað gera Miguel og Carmen tilraun til að draga upp mynd af þverfaglegu listasamfélagi á Seyðisfirði eins og það kemur fyrir í dag. Verkefnið Espacio Islandia og sýningarstýrða örlistamannadvölin hófst árið […]

Read More

Island Iceland Offshore Project

Island Iceland Offshore Project

Bókabúðin-verkefnarými Opnun miðvikudaginn 26. ágúst kl. 17:00 Við, fimmtán manna hópur listamanna, hönnuða, rithöfunda og tónlistamanna, vorum svo lánsöm að fá að dvelja tímabundið yfir rigningasumarið í Nielsenshúsi á Seyðisfirði. Kveikjan var til að byrja með kommúnu og útópíu lifnaðarhættir en það breyttist fljótt þegar við hófum að búa saman, elda, þrífa, lesa og skapa sama listaverk í breytilegum samsetningum og rými sem var takmarkað. Vikulega voru haldnar „Kjallara sýningar” þar sem einn sameiginlegur miðill var kannaður (teiknun, ljósmyndun, höggmyndir, myndbönd, upplestur, garður) og kynntur fyrir almenningi. Kjallarinn varð að fundarstað, dansgólfi, verkstæði og staður fyrir íhugun, úrvinnslu og skoðanaskipti. […]

Read More