Liðnar sýningar og viðburðir

Mynd: stilla úr verki Cecilia Nygren, My Dreams Are Still About Flying, 2012. Video

Raunverulegt líf

Sýningarstjóri Gavin Morrison …as though literature, theatre, deceit, infidelity, hypocrisy, infelicity, parasitism, and the simulation of real life were not part of real life!* Þessi sýning fjallar um líf raunverulegs fólks, þó um nokkuð óvenjulegt fólk sé að ræða. Hér eru á ferðinni íslenskur listamaður, svissneskur skíðastökkvari, sænskur pólfari og norskur heimspekingur. Þátttakendur sýningarinnar, listafólk og kvikmyndagerðarmenn, setja fram verk um þessa ólíku einstaklinga. Verkin eru sumpart ævisöguleg en ekki ævisögur í hefðbundnum skilningi. Þau segja sögur þessa fólks út frá ákveðnum og oft einkennilegum sjónarhornum. Óvissa er tíð, stundum vegna skáldskapar eða ásetnings en líka vegna ferlisins sem fer […]

Read More

Sequences VII – utandagskrá: „Salat Dagar“ 18. – 19. apríl

Sequences VII – utandagskrá: „Salat Dagar“ 18. – 19. apríl

Í Bókabúðinni-verkefnarými Opnun laugardaginn 18. apríl kl. 17:00. Sunnudaginn opið kl. 13:00-16:00. Sem hluti af Sequences VII – utandagskrá kynnir Skaftfell SALAT DAGAR (Salat Days) eftir gestalistamanninn Jan- Michel Harmening. Harmening sýnir nýtt verk Die Locherin sem hann vann á meðan dvölinni stóð. Verkið er saumavél sem gerir lítið göt á 35mm filmu um leið og filmunni er varpað í gegnum myndvarpa. Staðsetning holana sem stanslaust bætast við eru mældar út frá og ákvarðast af fyrri holum. Vörpunin endurspeglar rauntíma aðgerð og myndmál ljósopsins. Verkið býr yfir tveimur eiginleikum, ferlið er léttvæg einhliða athöfn og útkoman er samstundis sjónræn. Afleitt […]

Read More