Liðnar sýningar og viðburðir

KYNNING

KYNNING

Föstudag – sunnudag, 27. -29. mars,  í Bókabúðinni-verkefnarými Á sýningunni KYNNING  gefur að líta afrakstur eftir tveggja mánaða vinnudvöl á Seyðisfirði. Verið velkominn á opnunina föstudaginn 27. mars kl. 20:00. Listamaðurinn mun einnig kynna vangaveltur sem komu fram á meðan á vinnuferlinu stóð. Laugardag og sunnudag verður sýningin opin frá kl. 11:00-15:00. Verk myndlistarmannsins Cai Ulrich von Platen (f.1955) samanstanda af málverkum, skúlptúrum, innsetningum, ljósmyndum og myndbandsverkum. Verk hans gefa tilefni til mjög sérstæðra og persónlegra sýninga, kvikmynda og bóka. Samhliða tekur hann þótt í fjölmörgum listrænum samstarfsverkefnum og listamannastýrðum sýningum.

Græna hinum megin – videó listahátíð

Græna hinum megin – videó listahátíð

Herðubreið – bíósalur Miðvikudag 25. mars kl. 20:00. (109 mín.) Grænna hinum megin er farands videó listahátíð stofnuð að frumkvæði listamannsins Clemens Wilhelm í Berlín árið 2011. Að þessu sinni beinir hátíðin sjónum sínum að verkum eftir þýska listamenn sem eru fæddir í kringum 1980. Verk þeirra endurspegla málefni hinnar hnattvæddu kynslóðar: persónuleg og hnattræn viðfangsefni togast á við þau samfélagsvandamál sem einstaklingurinn stendur frammi fyrir. Grænna hinum megin kynnir áhrifaríkt samansafn myndbandsverka sem afhjúpa undirmeðvitund líðandi stundar: öfgar kapítalisma, afleiðingar neysluhyggju, hættan sem stafar af stafrænni rómantík, kreppu karlmennskunnar, hryllinginn mannkynssögunnar, afleiðing eftirlits, aðskilnað frá náttúrunni og ósýnileika dauðans. […]

Read More