Á sýningunni koma saman tvær innsetningar sem eiga það sameiginlegt að teygja sig út yfir staðbundin vettvang með því að tengja ólíka heima, verur og tilverusvið. Verkin One Hundred Ten Thousand (2011-2012) og The birds should quiet down now, they always have (2014) ná út yfir hugmyndir um staðsetningar og staðreyndir sem þau byggja á. Frekar en að einblína á og þjappa saman mismunandi birtingarmyndum hnattvæðingar og félagslegum, pólitískum og menningarlegum jaðarsvæðum leggja verkin fram spurningar um aðstæður sem leiða til útskúfunar. Hugmyndin um „hið framandi“ er skoðuð með því að spegla samlíf handanheima og efnisheims, á milli mannfólks og dulvera. Verkið The […]
Liðnar sýningar og viðburðir
Listamannaspjall #19
Föstudaginn 07. nóvember kl. 14:00 í Skaftfell gestavinnustofu, Austurveg 42, 3. hæð Gestalistamenn Skaftfells í nóvember Petter Lehto (SE), Jukka Hautamäki og Minna Pöllänen (FI) fjalla um verk sín og viðfangsefni. Rætt verður um neysluvörur, rafeindatæki, hljóð, tengsl milli austur evrópsku rappsenunar og sænsks handverks, vöruvædd og hefðbundin umhverfi, ásamt fleiru… Petter Lehto: http://petterlehto.com/ Jukka Hautamäki: http://www.mediataide.com/ Minna Pöllänen: http://www.minnapollanen.com/