Vetrarhúfur gerðar með hefðbundnum aðferðum. Opnun laugardaginn 22. nóvember kl. 16:00. Opið daglega til 29. nóvember kl. 14:00-18:00. Hönnunarfyrirtækið New Yok hefur tímabundið flutt starfsemi sína í Bókabúðina-verkefnarými í hjarta Seyðisfjarðar. Þar eru framleiddar handgerðar húfur úr ull af Seyðfirsku sauðfé beint úr nærliggjandi fjallahaga. Hægt er að fylgjast með ströngu vinnuferlinu, umbreytingu á hráu og kornóttu reyfi verkað í silkimjúkt garn og tilurð hinnar klassísku New Yok götustíls húfu. Sýningin leiðir gesti í gegnum framleiðsluferlið og gefur einstæða yfirsýn í vefnaðartækni. Við þetta tækifæri mun listamaðurinn, Petter Letho, einnig sýna nýtt listaverk “Research and Reflection: the best of, so far“. […]
Liðnar sýningar og viðburðir
SOÐ
Nemar á lokaári úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands opna samsýninguna SOÐ næstkomandi laugardag í Skaftfelli á Seyðisfirði. Sýningin er afrakstur tveggja vikna námskeiðs í samstarfi við Dieter Roth Akademíuna, Skaftfell – myndlistarmiðstöð Austurlands og Tækniminjasafn Austurlands. Andi bæjarins fléttast inn í listræna vinnu nemenda sem eru bæði af innlendu og erlendu bergi brotnir. Þeir hafa unnið með staðhætti, brugðist við umhverfinu og sköpunarkraftinum sem Seyðisfjörður býr yfir. Forvitni þeirra hefur drifið þau áfram við listrænar rannsóknir og leitt til spurninga um alheiminn, tímann, tækni, manneskjuna og lífið. Verkin eru af ýmsum toga; skúlptúrar, hljóðverk, innsetningar og uppákomur. Nemendur hafa lagt leið […]