Past exhibitions and events

Ekki meir

Ekki meir

Veggspjöld eftir Svara Pétur Eysteinsson, grafískan hönnuð og tónlistarmann með meiru, verða til sýnis í Bókabúðinni – vinnurými Skaftfells 18. apríl – 18. maí. Sýningin samanstendur af sex veggspjöldum sem hvert um sig lýsir óþoli listamannsins við ákveðnum hlut og er í leiðinni uppgjör hans við hlutinn. Sýningin opnar laugardaginn 18. apríl klukkan 16:00. Hljómsveitin Létt á bárunni, sem skipuð er hjónunum Svavari Pétri og Berglindi Häsler mun leika við opnunina. Allir velkomnir og frítt inn.