Forskot – Mánudaginn 9. apríl kl. 21

 

Skálar Sound Art Festival preview venue: Presentation of Skálar and showcase-concert.

Aðstandendur Skála – miðstöð fyrir hljóðlist og tilraunakennda tónlist munu kynna hugmyndafræði verkefnisins og í kjölfarið halda tónleika. Í Bistróinu mun verða spiluð hljóðlist og tilraunakennd tónlist sérvalin af aðstandendum til að endurspegla starfsemi Skála.

 

Nánar um verkefnið:

Skálar er nýstofnuð miðstöð fyrir hljóðlist og tilraunakennda tónlist. Skálar verða staðsettir í húsnæði hvar fiskvinnslan Norðursíld var áður til húsa á Seyðisfirði.

Með listrænan metnað að leiðarljósi munu Skálar leitast við að skapa grundvöll fyrir tilraunamennsku, rannsóknir og fræðslu sem og að veita leiknum og lærðum innblástur.

Skálar munu enn fremur leitast við að koma á samvinnu við aðrar stofnanir og hópa, íslenska sem og erlenda.

Næstkomandi haust munu Skálar ýta úr vör árlegri alþjóðlegri hljóðlistahátíð.

Markmið hátíðarinnar er að kynna fjölbreytt svið tilraunakenndrar hljóðlistar.

Frekari upplýsingar má nálgast á www.skálar.is