3. – 5. júlí 18:00-21:00 í Bókabúðinni-verkefnarými
Sýningin The Spaghetti Incident er einnar rásar myndbands innsetning sem er unnin úr frá aðferðum átakamálverksins (e. action painting) og plötukápu Guns N’ Roses frá 1993. Verkið er niðurstaða hugarflugs við verkavinnu og fjallar um ástandið sem myndast þegar endurteknar hreyfingar aðskilja huga og líkama, andlegt ferðalag sem borgar 11 evrur á tímann.
Christian Hansen er tónlistar- og myndlistarmaður, búsettur í Rotterdam, Hollandi. Í verkum sínum kortleggur hann sambandið milli fjarlægðar og tíma og rýmisins milli þessa tveggja þátt. Til að gera þetta áhugamál kostnaðarminna býr Christian oft til eigin tól úr endurunnin efnum. Hann gengur í stað þess að taka strætó og mætti í vissum skilningi segja að það sé hluti af vinnuferli hans.
Christian dvaldi sem gestalistamaður Skaftfells í vor og þegar því lauk ílengdist hann og bjó og starfaði í firðinum.