ÞESSU KALL ER NÚ LOKIÐ
Skaftfell Listamiðstöð á Seyðisfirði býður upp á sjálfstæðar gestavinnustofur fyrir listamenn. Gestavinnustofan veitir listamönnum tækifæri til að vinna í tiltölulegri einangrun á stað sem er einnig heimkynni alþjóðlegs samfélags starfandi listamanna. Gestavinnustofan býður upp á rými fyrir íhugun, sköpun og samvinnu og er tilvalin fyrir listrænar rannsóknir og tilraunir.
Seyðisfjörður er í senn afskekktur og tengdur; hann hefur einu ferjutengingu til meginlands Evrópu en eina tenging bæjarins við næsta bæ og hringveginn er Fjarðarheiði sem oft er ófær á veturna. Þetta skapar sérstaka tvískiptingu einangrunar og tengsla.
Fyrir hverja: Listamenn sem starfa í öllum miðlum. Einstaklingar eða hópar – allt að þrír listamenn geta sótt um saman sem hópur.
Gisting og vinnurými: Listamennirnir dvelja í tveimur húsum í bænum í göngufæri frá Listamiðstöð Skaftfells. Hvert hús býður upp á sérherbergi og aðstöðu fyrir eldamennsku og sameiginlega stofu og vinnurými. Hver rúmar 1-3 listamenn í einu. Ein íbúðanna er staðsett fyrir ofan nýstofnaða samvinnulistaverkstæði Prentverks Seyðisfjarðar og hin er staðstett á þriðju hæð Skaftfells, fyrir ofan sýningarsalinn.
Auk vinnuaðstöðu í íbúðum býður Skaftfell listamönnum upp á að vinna í prentverkstæðinu Prentverk Seyðisfjörður sem Skaftfell er hluti af. Verkstæðið býður upp á faglega prentunaraðstöðu með plássi og búnaði fyrir intaglio (línóskurð, tréskurð, ætingu), letterpress og ýmsa handprenttækni. Fyrir viðbótargjald hafa listamenn einnig möguleika á að vinna í netagerðinni, sameiginlegu vinnustofurými sem hýsir vinnustofur LungA skólans auk nokkurra listamanna á staðnum.
Samfélagsþátttaka: Listamenn hafa tækifæri til að kynna verk sín í opinni vinnustofu, listamannaspjalli eða halda námskeið. Við hvetjum og aðstoðum listamenn til að taka þátt og kynna verk sín fyrir samfélaginu.
Lengd: 6 eða 12 vikur
Tímabil:
Febrúar – Júní
Kostnaður: Gestavinnustofugjald, ferðakostnaður, verkefnakostnaður, og máltíðir greiðast af listamanninum. Innifalið í gjaldinu er aðgangur að prentverkstæði og stuðningur frá starfsfólki Skaftfells.
6 vikna gestavinnustofa fyrir einstakling í sameiginlegu húsnæði og vinnuaðstöðu með sérherbergi 130.000 kr.
6 vikna gestavinnustofa fyrir hópa allt að 3 listamenn sem deila húsnæði og vinnuaðstöðu með sérherbergjum 180.000 kr
6 vikna gestavinnustofa fyrir einstakling í sér húsnæði, tilvalið fyrir fjölskyldur t.d. 180.000 kr.
12 vikna gestavinnustofa fyrir einstakling í sameiginlegu húsnæði og vinnuaðstöðu með sérherbergi 240.000 kr.
12 vikna gestavinnustofa fyrir hópa allt að 3 listamenn sem deila húsnæði og vinnuaðstöðu með sérherbergjum 320.000 kr
12 vikna gestavinnustofa fyrir einstakling í sér húsnæði, tilvalið fyrir fjölskyldur t.d. 320.000 kr.
Umsónarferli:
Umsóknirnar verða skoðaðar af nefnd sem samanstendur af tvem listamönnum auk forstöðumanns Skaftfells og umsjónarmanni gestavinnustofu.
Viðmið: listrænt gildi; staðbundið samhljómur og möguleg samvirkni við samhengi Skaftfells; hagkvæmni vinnutillögunnar; hæfni umsækjanda til að starfa sjálfstætt á faglegum vettvangi. Til að tryggja jafnræði við val okkar á listafólki, leggjum við áherslu á þátttöku á grundvelli kynþáttar, kyns og sjálfsmyndar.
Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við residency@archive.skaftfell.is












