Laugardaginn 23. mars, kl. 16:00-18:00, í Tækniminjasafni Austurlands, Seyðisfirði.
Amy Uyeda (CA), Apolline Fjara (FR), Eva Bjarnadóttir (IS), Labhaoise Ni Shuilleabhain (IE), Mary Buckland (CA), Olga Adele (LV), Shanice Tasias (CH)
Laugardaginn 23. mars munu sjö listamenn sýna útkomu þeirra í tengslum við Printing Matter, sem er þematengd vinnustofa á vegum Skaftfells í samvinnu með Tækniminjasafni Austurlands.
Þematengdu gestavinnustofur Skaftfells eru hugsaðar sem vettvangur til að deila þekkingu, eiga samtal og samstarf milli þátttakenda. Printing Matter er nú haldið í fjórða sinn og hefur síðustu þrjár vikur leitt saman listamenn hvaðanæva. Listamennirnir hafa, undir handleiðslu Åse Eg Jörgensen og Piotr Kolakowski, skoðað og velt fyrir sér bókverkagerð auk hefðbundinna og tilraunakenndra prentaðferðir til að búa til seríur og fjölfeldi. Þær hafa fengið aðgang að pressum sem eru safngripir og voru áður í eigu Dieters Roth en eru nú varðveittar á Tækniminjasafni Austurlands. Þar að auki hafa þær geta nýtt sé silkiþrykksaðstöðu í umsjá Skaftfells sem er staðsett í Frumkvöðlasetrinu á Öldugötu.
Sýningin verður aðeins opin 23. mars í Tækniminjasafni Austurlands. Í boði verða léttar veitingar og tækifæri fyrir börn til að leika sér með einföldum prentaðferðum. Allir eru velkomnir.