Safnarar – Vorsýning Skaftfells 2019

Með vorsýningu Skaftfells 2019, Safnarar, er hugmyndin að fá að láni alls kyns söfn frá íbúum Seyðisfjarðar og nærliggjandi svæðum og sýna þau í sýningarsalnum. Allt frá eldspýtustokkum og frímerkjum yfir í ryksugu- eða ritvélasafn. Allt kemur til greina og allir, börn sem fullorðnir, geta verið með. Markmiðið með sýningunni er að gera tilraun til að sýna þverskurð af nærsamfélaginu og skoða að hverju áhugi okkar og sérviska beinist. Vonast er til að söfnin verði eins fjölbreytt og kostur er.

Söfnunin stendur yfir á næstu vikum og vonumst við eftir að vera komin með flest söfn í hús um 18. mars. Sýningin opnar laugardaginn 6. apríl og stendur til 2. júní. Áhugasömum er bent á að senda tölvupóst á fraedsla@archive.skaftfell.is eða hringja í síma 472 1632 milli kl. 9:00 og 12:00.