Home »

Sjávarblámi: Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson

21. júní – 27. september
Sýningarstjóri: Æsa Sigurjónsdóttir.

Hvaða hvalir koma til íslands á sumrin?
Hvernig birtist virðing mannsins fyrir hvalnum í sögu og samtíma?
Slíkar spurningar hafa lengi heillað listamennina Bryndísi Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson en í verkum sínum rannsaka þau fjölþætt samskipti manna og annarra dýra. Í þessu nýja verkefni, á sýningunni Sjávarblámi, rekja þau ferðir einstakra hvala við Íslandsstrendur. Þau sigldu á haf út með vísindafólki sem kannar göngur og hljóðsvið hvala og kynntu sér hvernig síbreytileg umhverfisjónarmið byggja ætíð á gildismati mannsins.