Vesturveggur, 18. apríl 2011
Í gerningaverkum sínum og myndbandsverkum fást listamennirnir gjarnan við sambandið sín á milli sem samverkamann og samband þeirra við umhverfið. Verk þeirra eru oft absúrd og kaldhæðin, þær kanna mörkin milli hins raunverulega og þykjustunnar, reynslu og gernings. Verkið sem þær sýna á Vesturveggnum er undir áhrifum af dvöl þeirra á Seyðisfirði. Með húmorinn að vopni skoða þær hugmyndir um staði sem byggjast á kvikmyndum, auglýsingum, orðspori o.s.frv. Þessir miðlar búa til viðmið sem listamennirnir kanna í gerningaverki sínum.
Kate Woodcroft & Catherine Sagin
Listamannahópurinn Catherin Sagin, stofnaður 2008, byggist á samvinnu listamannanna Kate Woodcroft og Catherine Sagin. Nafngiftin var ákvörðuð árið 2010 með skylminga gerningi þar sem listamennirnir tveir tókust á í tíu mínútur. Sigurvegarinn tryggði sér nafngift samvinnunnar næsta árið. Catherine sigraði 10-8.
Kate og Catherine hafa starfað saman síðan árið 2008, þær eru búsettar í Brisbane, Ástralíu. Þær eru báðar að vinna að mastersgráðu í myndlist frá Queensland University of Technology. Árið 2010 var þeim boðið að taka þátt í samsýningu ungra listamanna sem taldir eru í fremstu röð sinnar kynnslóðar í Queensland. Þær hafa sýnt víða um Ástralíu og eru einnig í hópi stofnenda listamannarekna rýmisins No Frills*. Á undan dvöl þeirra á Íslandi voru þær gestalistamenn í Art space Sydney.