Post Tagged with: "Alþjóðleg samstarfsverkefni"

Kynning í Rúmeníu á verkefninu Artists as Agents of Institutional Exchange

Kynning í Rúmeníu á verkefninu Artists as Agents of Institutional Exchange

Föstudaginn 28. janúar fer fram kynning á Íslenska og Rúmenska samstarfsverkefninu Artists as agents of institutional exchange í transit.ro/ Iasi, í Iasi í Rúmeníu. Tinna Guðmundsdóttir, forstöðukona Skaftfells og myndlistarkonan og fyrrverandi gestalistamaður Skaftfells Christina David (RO) munu halda stutt erindi. Viðburðinum hefst kl. 17:00 á íslenskum tíma og verður streymt beint í gegnum netið á vefsíðu verkefnisins, videostream.ro. Nánar um verkefni: https://archive.skaftfell.is/2016/01/15/netutsending-fra-rumeniu/ Artists as Agents of Institutional Exchange er samstarfsverkefni tranzit.ro/ Iași í Rúmeníu og Skaftfells – myndlistarmiðstöð Austurlands. Verkefnið er fjármagnað með styrk í gegnum uppbyggingarsjóð EES frá Íslandi, Liechtenstein og Noregi og Menningarmálaráðuneyti Rúmeníu.

/www/wp content/uploads/2016/01/asg aaa

Netútsending frá Rúmeníu

Í byrjun árs dvaldi Ásdís Sif Gunnarsdóttir hjá tranzit.ro, í Rúmeníu, sem fulltrúi í íslenska og rúmenska samstarfsverkefninu Artists as Agents of Institutional Exchange. Á meðan dvöl hennar stóð streymdi hún í gegnum netið m.a. í þeim tilgangi að rannsaka mörk gestavinnustofa. Hægt er að skoða innslög eftir Ásdísi á vefsíðu verkefnisins. Ásdís Sif nam vídeó- og gjörningalist í New York og Los Angeles og hefur gert töluvert af umfangsmiklum innsetningum og gjörningum, ásamt ljóðum og ljósmyndum. Með nýrri verkum má nefna „Bláa fjallið” sem var unnið fyrir „ephemeropteræ 2013”. Þá yfirfærði listakonan sjálfa sig til Los Angeles og lagðist til svefns “lost […]

Read More