Í Bókabúðinni – verkefnarými munu gestalistamenn Skaftfells í september, Asle Lauvland Pettersen og Ditte Knus Tønnesen, vinna að verkefninu Twin City. Opin vinnustofa: – miðvikudag til laugardag, 19. – 22. sept, kl. 13-16. – miðvikudag, 26. sept, kl. 13 og frameftir. – fimmtudag til laugardag, 27. – 29. sept, kl. 13-16. Listamannaspjall #8: Laugardaginn 29. sept kl. 16, Bókabúð-verkefnarými Verkefnið Twin City hverfist um smábæina Seyðisfjörð og Melbu, í Noregi. Asle og Ditte munu tengja þessa bæi með innsetningu þvert yfir Atlantshafið. Listamennirnir telja að með þessu verkefni séu þau í fyrsta skipti að sameina á ný tvíbura sem hafa verið […]
Post Tagged with: "Bókabúðin-verkefnarými"
ENDURFÆÐING SVARTA EINHYRNINGSINS
10. – 17. ágúst 2012 Bókabúð-verkefnarými / Reaction Intermediate Þann 26. febrúar 2012 fór Svarti einhyrningurinn fram af Bjólfsbakka. Föstudaginn 10. ágúst er ætlunin að ná Einhyrningum aftur upp af hafnarbotni og vekja hann aftur til lífsins. Gjörningur fer fram kl. 17 við hafnargarðinn, Bjólfsbakka (viðlegu kantinn við gömlu ferjuna). Í vikunni á eftir mun listamaðurinn hlúa að Svarta einhyrningum í opinni vinnustofu í Bókabúð-verkefnarými. Gestum og gangandi er velkomið að kíkja við. Ferlinu lýkur föstudaginn 17. ágúst kl. 20 þegar listamaðurinn heldur lokun og sýnir afrakstur vinnu sinnar. Viktor Pétur Hannesson fæddist í flugvél eftir að hafa neitað því að […]