Sumarsýning Skaftfells 2014 ber heitið RÓ RÓ. Þar er stefnt saman hópi myndlistamanna sem eiga það sameiginlegt að vera í virkum tengslum við Seyðisfjörð. Sumir búa á staðnum, aðrir eiga húsnæði þar eða koma reglulega í fjörðinn. Til sýnis eru ný eða nýleg verk sem flest eru unnin á svæðinu eða bera vísun í staðin. Sýningin er staðsett í sýningarsal Skaftfells, utandyra og í rýmum víðvegar um bæinn. Ýmsir viðburðir tengdir sýningunni eiga sér stað yfir sumarið. Titill sýningarinnar er vísun í þá kyrrð og það einfalda líf sem er listamönnum oft mikilvægt til að takast á við verk sín. […]
Post Tagged with: "Sýningarsalur Skaftfells"
The Girl Who Never Was
Sænski listamaðurinn Erik Bünger flytur fyrirlestrar-gjörningin „The Girl Who Never Was“ í sýningarsal Skaftfells. Árið 2008 enduruppgötvaði bandarískur fræðimaður týnd ummerki af fyrstu hljóðupptökunni sem gerð var af mannsröddinni: 148 ára rödd lítillar stúlku að syngja frönsku vögguvísuna „Au Clair de la Lune“. Ári síðar gerði annar fræðimaður tilraunir með hraðaspilun upptökunnar og tókst að sanna að hljóðbrotið var í raun rödd roskins karlmanns. Þessi nákvæmlega sama vögguvísa, í frönsku útgáfunni, er sungið af gervigreindinni HAL í kvikmyndinni “2001 A Space Odyssey” eftir leikstjórann Stanley Kubrick. Þegar HAL deyr flytur rödd hans sama samrennandi hníganda og rödd óraunverulega stúlkunnar: há-spennt, […]