Post Tagged with: "Sýningarsalur Skaftfells"

TRARAPPA

TRARAPPA

Árlega fara myndlistarnemar á þriðja ári Listaháskóla Íslands í vinnustofuferð til Seyðisfjarðar. Verkefnið er haldið á vegum skólans, Dieter Roth Akademíunnar, Skaftfells og Tækniminjasafns Austurlands. Allir nemendur hafa haft það að leiðarljósi að nýta sér umhverfi bæjarins og einstaka hjálpsemi Seyðisfirðinga við gerð verka sinna. Möguleikarnir eru óteljandi og viðfangsefnin fjölbreytt. Einn nemandi hefur til dæmis unnið náið með sprengjusérfræðingi bæjarins á sama tíma og annar hefur valið sér það verkefni að safna hlátri heimamanna. Aðrir nemendur hafa þá einbeitt sér að náttúru og umhverfi Seyðisfjarðar en vinna á ólíkan máta úr efniviðnum. Laugardaginn 2. mars kl. 16 opnar sýningin Trarappa […]

Read More

RITHÖFUNDALEST(UR)

RITHÖFUNDALEST(UR)

Hið árlega rithöfundakvöld verðu haldið að venju fyrstu aðventuhelgina, laugardaginn 1. des kl. 20:30 í Skaftfelli. Fimm rithöfundar munu lesa úr nýútkomnum verkum sínum. Kristín Steinsdóttir, Bjarna-Dísa Kristín Ómarsdóttir, Milla Steinunn Kristjáns, Sagan af klaustrinu á Skriðu Einar Már Guðmundsson, Íslenskir kóngar Eiríkur Örn Norðdahl, Illska Glögg og piparkökur í Skaftfell Bistró. Aðgangseyrir er 1.000 kr 500 kr fyrir börn og eldri borgara