Post Tagged with: "Sýningarsalur Skaftfells"

ANNAN HVERN DAG, Á ÖÐRUM STAÐ

ANNAN HVERN DAG, Á ÖÐRUM STAÐ

Sýningin Annan hvern dag, á öðrum stað opnar í Skaftfelli á Seyðisfirði laugardaginn 26. febrúar kl. 16:00 Ár hvert flytja nokkrir myndlistarnemar við Listaháskóla Íslands listiðju sína um set og koma sér fyrir á Seyðisfirði. Þessa dagana stendur yfir tveggja vikna námskeið í samstarfi við Skaftfell, Dieter Roth Akademíuna og Tækniminjasafn Austurlands. Bærinn Seyðisfjörður hefur þá sérstöðu að vera sögulegur tengipunktur, úr alfaraleið en býr jafnframt yfir ríkulegri menningarsögu og er það fastheldið álit að bærinn sé fyrsta aðsetur menningar á Íslandi. Bærinn er því áhrifarík uppspretta hugmynda sem byggja á sögu, sjálfræði og staðsetningu en mörg verk sýningarinnar byggja einmitt á þessum […]

Read More

Björn Roth

Björn Roth

Laugardaginn 27. nóvember 2010 kl. 16:00 opnar Björn Roth sýningu á verkum sínum í aðalsal Skaftfells. Björn sýnir ný málverk. Björn Roth fæddist í Reykjavík 1961. Björn stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og starfaði náið með föður sínum, Dieter Roth, á árunum 1978 til 1998 er Dieter lést. Björn tilheyrir þeirri kynslóð íslenskra listamanna sem spretta úr viðskilnaði við hefðbundnar aðferðir og efnisnotkun í myndlist. Nýlistadeildin í Myndlista- og handíðaskólanum var einskonar stökkpallur út í konseptið, nýjamálverkið og nýbylgjuna og pönkið. Björn hefur starfað jöfnum höndum við myndlist, kennslu og sýningastjórn og hefur meðal annars unnið mikið í […]

Read More