Post Tagged with: "Sýningarsalur Skaftfells"

GEIRI – Líf og list Ásgeirs Emilssonar

GEIRI – Líf og list Ásgeirs Emilssonar

Það er okkur sannur heiður að kynna sýningu á verkum alþýðulistamannsins Ásgeirs Emilssonar. Alþýðulistamaðurinn Ásgeir Jón Emilsson var fæddur 1931 að Hátúni við Seyðisfjörð. Geiri, eins og hann var ávallt kallaður, var litríkur karakter og listamaður af Guðs náð. Hann hafði óstöðvandi sköpunarþörf og verk hans bera merki um natni og listfengi. Þrívíð verk úr dósum, rammar úr sígarettupökkum, málverk með síendurteknum mótífum og mikill fjöldi ljósmynda, sem bera merki um óvenjulegt sjónarhorn listamannsins, eru burðarásinn í ævistarfi Geira. Sýningin í Skaftfelli varpar ljósi á óvenjulegan listamann og opnar gestum glugga inn í einstakan hugarheim Ásgeirs Emilssonar. Í tilefni sýningarinnar hefur […]

Read More

HAND TRAFFIC IN THE BOX

HAND TRAFFIC IN THE BOX

Sýningin Hand Traffic In The Box mun opna í Skaftfelli – miðstöð myndlistar á Austurlandi laugardaginn 6. mars kl. 18:00. Einu sinni á ári fá útvaldir listaskólanemar tækifæri til að baða sig í gestrisni Seyðisfjarðar og drekka af köldum spena hans. Í ár voru það átta ólíkir listamenn, innlendir og erlendir, sem börðust við að finna lausnir á vandamálum sem eru ekki til. Lausnirnar verða framreiddar fyrir svanga listunnendur, kaldar og beiskar, í listamiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði, þann 6. mars. Þegar öll kurl eru komin til grafar er Hand Traffic In The Box sýning sem ekki verður lýst með orðum […]

Read More