Kippuhringur er sýning sex nemenda Listaháskóla Íslands, auk tveggja gestanemenda frá Listaháskólanum Valand í Gautaborg. Nemendurnir hafa síðastliðnar tvær vikur dvalið á Seyðisfirði og unnið þar að sýningunni í samstarfi við fyrirtæki og einstaklinga í bænum. Dvölin á Seyðisfirði mun óneitanlega hafa einhver áhrif á verk nemenda þar sem að ferðin hefur verið áhrifamikil. Nemendur hafa skoðað verkstæði bæjarins, Tækniminjasafnið og farið á sjóinn og veitt sér í soðið. Ýmsir listamenn bæjarins hafa veitt nemendum aðstoð og ráðleggingar. Sýningarstjóri er Björn Roth og opnar sýningin í Skaftfelli – miðstöð myndlistar á Austurlandi á Seyðisfirði, þann 28. febrúar næstkomandi kl. 16:00. […]
Post Tagged with: "Sýningarsalur Skaftfells"
SEYÐISFJARÐARMYNDIR
29 nóv 2008 – 01 feb 2009 Aðalsýningarsalur Guðmundur Oddur Magnússon hefur dvalist mikið á Seyðisfirði undanfarin ár. Hann hefur náð með myndum sínum að fanga listilega þá stórfenglegu stemningu sem ríkir í þeim mikla menningar suðupotti sem Seyðisfjörður er. Sýningarsalur Skaftfells hefur verið veggfóðaraður með ljósmyndum frá Seyðisfirði, teknum á árunum 2001 – 2008.