07 júl 2007 – 04 ágú 2007 Aðalsýningasalur Ég vil helst vinna á óskilgreindu svæði. Þar eru möguleikarnir, efinn, áhættan, og spenningurinn. Forvitnin leiðir mann áfram og efinn ögrar manni. Það sem oftast á sér stað hjá mér er að viðfangsefnið, sem er gjarnan hlutur, efni eða lífvera, kemst í snertingu við einhvers konar rými, til dæmis herbergi eða ákveðinn myndflöt. Þetta skeður gegn um ljósmynd eða video, þá tölvu, og síðan raunverulegt rými. Verkin mín geta kallast viðvarandi rannsókn á samruna hlutar og rýmis, myndar og ramma, framsetningar og teygjanleika. Verkin virðast oftast fá form sem tengist málverki á einhvern […]
Post Tagged with: "Sýningarsalur Skaftfells"
ANGUR : BLÍÐA
19 maí 2007 – 23 jún 2007 Aðalsýningarsalur Það er enginn maður með mönnum nema hann eigi annaðhvort jarðarskika eða bátshlut. Myndlistarmennirnir Jón Garðar Henrysson, Þórarinn Blöndal og Finnur Arnar eiga hlut í bát. Nú stökkva þeir um borð og sigla á ný. Þeir sigldu norður í fyrra með Far:angur en nú sigla þeir til austurs í Angur:blíðu. Túrinn norður gaf fyrirheit og nú sækja þeir áfram á önnur mið, Seyðisfjörð. Áhöfnin hefur þekkst lengi – um borð eru vistir, veiðarfæri og vertíðin er að hefjast. Rétt eins og bóndinn á sinn jarðarskika sem hann ræktar, þá á sjómaðurinn sín […]