Teikninámskeið, fyrir 12 ára og eldri

Í byrjun nóvember hefst 5 vikna teikninámskeið fyrir áhugasama og forvitna teiknara. Námskeiðið er í boði fyrir 12 ára og eldri, líka fullorðna. Áhersla verður lögð á að kynna og þjálfa mismunandi tækni og teiknistíla. Æfingarnar fela meðal annars í sér að fínstilla sjón og skynjun, virkja hægra heilahvelið, finna eigin stíl og teikna módel.

Athugið að námskeiðið fer fram á ensku en leiðbeinandinn skilur ágætlega íslensku.

Aldur: 12 ára og eldri. Líka fullorðnir!
Tímabil: 6. nóvember – 6. desember, mánudaga og miðvikudaga kl. 15:00-16:30
Fjöldi kennslustunda: 15 klst.
Staðsetning: í myndmenntastofu Seyðisfjarðarskóla
Leiðbeinandi: Litten Nyström
Verð: 15.000 kr. Innifalið allt efni og áhöld.

[box type=“info“ size=“large“]Skráning: fraedsla(a)archive.skaftfell.is
Síðasti skráningardagur er föstudaginn 3. nóvember
Athugið að lágmarksfjöldi þátttakenda er 7, en hámark er 9.[/box]