Tilnefning til Eyrarrósarinnar

Skaftfell er eitt af þremur verkefnum sem er tilnefnt til Eyrarrósarinn árið 2013.
Í umsögn dómnefndar segir:
„Skaftfell – miðstöð myndlistar á Austurlandi er í sögufrægu húsi í gamla bænum á Seyðisfirði. Kraftmikil og metnaðarfull starfsemi með skýra listræna sýn einkennir Skaftfell og með nánu samstarfi við bæjarbúa hefur orðið til á Seyðisfirði lifandi samfélag listamanna, heimamanna og gesta. Skaftfell er opið allan ársins hring og nánari upplýsingar um fjölbreytt starfið má finna á www.archive.skaftfell.is.“

Eyrarrósin verður afhent 12. mars í Hofi á Akureyri. Hin verkefnin eru Act Alone og Eistnaflug.

download.php.jpg