Þriðjudaginn 30. okt undirrituðu formaður Skaftfellshópsins, Þórunn Eymundardóttir, og formaður stjórnar Skaftfells, Auður Jörundsdóttir, samkomulag milli þessara tveggja aðila. Skaftfellshópurinn var stofnaður árið 1997 og þjónar sem bakland fyrir starfsemi listamiðstöðvarinnar. Mikilvægasta hlutverk hópsins er að tilnefnda tvo aðalmenn og tvo varamenn í stjórn Skaftfells á þriggja ára fresti. Í tilefni af 20 ára starfsafmæli Skaftfells voru lög Skaftfellshópsins endurskoðuð og rýnt í tilgang og virkni hópsins. Niðurstaðan úr þeirra vinnu voru ný endurbætt lög þar sem meðal annars umsóknarferli fyrir félagsaðild var gert auðveldara, tekin voru upp félagsgjöld og aðalfundir verða á þriggja ára fresti í stað árlega. Lögin voru […]
Articles by: Tinna
Hvít sól
Listahópurinn IYFAC (Inspirational Young Female Artist Club) hefur síðustu mánuði rannsakað tímann sem hugtak og upplifun og samband manneskjunnar við sólina. Við á norðurhveli jarðar búum við þær öfgar að sólin er ekki áreiðanleg klukka, hún færir okkur þó mjúklega inn í árstíðirnar með öfgakenndri birtu og myrkri. Ef við myndum smíða okkar eigin sólarklukku, hvernig liti hún út og hvað myndi hún mæla? Tilvist okkar er samofin tímanum og að einhverju leyti er tímaskynjun innbyggð í vitund mannsins. Frá unga aldri er tímatal þjálfað og snemma gerð krafa um að læra á klukku en hversdagslegur veruleiki okkar er sambland af […]