Articles by: Tinna

Nemendur, 2014

Fimmtándi LHÍ nemendahópurinn kominn til Seyðisfjarðar

Nemendur Listaháskóla Íslands eru komnir til Seyðisfjarðar í annað sinn á þessu ári til að taka þátt í námskeiðinu, Seyðisfjörður vinnustofa. Þetta mun vera í 15 skipti sem námskeiðið er haldið og leiðbeinendur eru sem áður Björn Roth og Kristján Steingrímur. Vinnustofan stendur í tvær vikur og munu nemendur deilda ljósmyndum frá ferlinu á lhisod.tumblr.com. Námskeiðið endar með opnun á sýningu laugardaginn 1. nóvember kl. 16:00 í sýningarsal Skaftfells þar sem sýnd verða verða glæný verk unnin á tímabilinu. Samstarfsaðilar námskeiðsins eru Listaháskóli Íslands, Dieter Roth Akademían, Skaftfell, Tækniminjasafn Austurlands, Stálstjörnur og ýmsa innanbæjar aðilar. Fyrri námskeið og sýningar: 2014, […]

Read More

Húfur frá New Yok

Húfur frá New Yok

Vetrarhúfur gerðar með hefðbundnum aðferðum. Opnun laugardaginn 22. nóvember kl. 16:00. Opið daglega til 29. nóvember kl. 14:00-18:00. Hönnunarfyrirtækið New Yok hefur tímabundið flutt starfsemi sína í Bókabúðina-verkefnarými í hjarta Seyðisfjarðar. Þar eru framleiddar handgerðar húfur úr ull af Seyðfirsku sauðfé beint úr nærliggjandi fjallahaga. Hægt er að fylgjast með ströngu vinnuferlinu, umbreytingu á hráu og kornóttu reyfi verkað í silkimjúkt garn og tilurð hinnar klassísku New Yok götustíls húfu. Sýningin leiðir gesti í gegnum framleiðsluferlið og gefur einstæða yfirsýn í vefnaðartækni. Við þetta tækifæri mun listamaðurinn, Petter Letho, einnig sýna nýtt listaverk “Research and Reflection: the best of, so far“.  […]

Read More