Sunnudaginn 6. júlí kl. 15:00 verður efnt til samsöngs í hljóðskúlptúrnum Tvísöng, eftir Lukas Kühne, sem er staðsettur í Þófunum rétt fyrir ofan Seyðisfjarðarkaupstað. Þetta er í þriðja skipti sem viðburðinn er haldin en skúlptúrinn var opin almenningi í september 2012. Viðburðinn er hluti af sumarsýningu Skaftfells RÓ RÓ. Lesa má nánar um Tvísöng hérna.
Articles by: Tinna
Gjörningar og Garðveisla Fjallkonunnar
Á sunnudaginn verða viðburðir í tengslum við sumarsýning Skaftfells RÓ RÓ. Dagskráin hefst í Hafnargarðinum og færist síðan yfir í bakgarð Skaftfells. Dagskrá kl. 15:00 Gunnhildur Hauksdóttir endurflytur gjörningin Manntal í Hafnargarðinum. Verkið, sem nú telur um tæplega 500 nöfn, hefur verið leiðrétt og endurbætt frá það var flutt í fyrra skiptið, á opnun RÓ RÓ þann 17. júní. Raftónlistarmaðurinn Auxpan, aka Elvar Már Kjartansson, flytur eigið efni í bakgarði Skaftfells. Elvar hefur starfað við raftónlist í yfir tíu ár og hefur komið víða við á því sviði. Daníel Karl Björnsson flytur gjörningin Fjallræða, sem inniheldur meðal annars blöðrur, gúmelaði […]