Articles by: Tinna

Tónleikar með Prins Póló – sóló

Tónleikar með Prins Póló – sóló

Tónleikarnir fara fram í Heima að Austurveg 15, í fyrrum verslunarrými Pálínu Waage, og hefjast kl. 15:00. Tónlistarmaðurinn Prins Póló mun halda sóló tónleika á Seyðisfirði næstkomandi laugardag. Þetta er síðasti viðburðurinn sem fer fram í tengslum við sumarsýningu Skaftfells RÓ RÓ en sýningin stendur út september. Til stóð að tveggja manna hljómsveitin Létt á bárunni myndi koma fram en hún getur því miður ekki látið verða af tónleikunum. Prinsinn mun því stíga á stokk í hennar stað og jafnvel taka nokkur lög frá frægðarför hljómsveitarinnar Létt á bárunni. Báðar hljómsveitir voru stofnaðar á Seyðisfirði veturinn 2009 þegar aðstandendur, Svavar Pétur Eysteinsson og Berglind Häsler, voru búsett […]

Read More

RÓ RÓ

RÓ RÓ

Sumarsýning Skaftfells 2014 ber heitið RÓ RÓ. Þar er stefnt saman hópi myndlistamanna sem eiga það sameiginlegt að vera í virkum tengslum við Seyðisfjörð. Sumir búa á staðnum, aðrir eiga húsnæði þar eða koma reglulega í fjörðinn. Til sýnis eru ný eða nýleg verk sem flest eru unnin á svæðinu eða bera vísun í staðin. Sýningin er staðsett í sýningarsal Skaftfells, utandyra og í rýmum víðvegar um bæinn. Ýmsir viðburðir tengdir sýningunni eiga sér stað yfir sumarið. Titill sýningarinnar er vísun í þá kyrrð og það einfalda líf sem er listamönnum oft mikilvægt til að takast á við verk sín. […]

Read More