Fimmtudaginn 23. jan, kl. 16:00-20:00 Skaftfell gestavinnustofa, Austurvegur 42, 3. hæð Jens Reichert, gestalistamaður Skaftfells í desember og janúar, mun opna vinnustofu sína fyrir gestum og sýna ný verk unnin á Seyðisfirði. Meðal annars óhlutbundin málverk unnin úr skyr á krossviðsplötur, pappaverkið „Screen” og ljósainnsetningu.
Articles by: Tinna
„don´t let the sun go down on your grievances“
Tveggja daga sýning í Bókabúðinni – verkefnarými Opnar föstudaginn 24. jan, kl. 16:00 Einnig opið laugardaginn 25. jan frá 14:00-17:00 Matthias Ruthenberg (f. 1984, Berlín) býr og starfar í Bremen, Þýskalandi. Matthias teiknar, býr til bókverk og lítil fjölfeldi, semur tilraunakennda tónlist og rekur litla púkalega tattú-þjónustu. Síðustu tvo mánuði sem gestalistamaður hefur Matthias haldið áfram iðju sinni við að teikna myndir innblásnar af daglegu lífi og uppgvötaði nýja hluti í kringum sig til að gera grein fyrir. Á sýningunni má finna brot af veðrinu, gerviblóm, kaffi, peysu, Hörpuna, minningar, tattú, skúra, óhlutbundar myndir, ferðalag, sundlaug, bensínstöð, pönk-rokk dagbók, leiðinleg […]