Umhverfi Skaftfells og húsum í kring verður umbreytt í sýningarrými laugardaginn 30. nóvember þegar listakonan Ásdís Sif Gunnarsdóttir sýnir stóra myndbandsinnsetningu utandyra. Á síðustu vikum hefur Ásdís unnið að draumkenndum og dulúðum myndbandsverkum sem verður varpað á snjóinn og framkalla skynörvandi sjónarspil. Innsetningin mun standa í eina kvöldstund. Ennfremur verður bein útsending frá viðburðinum kl. 18:00-18:15 sem hægt er að skoða hér: http://new.livestream.com/accounts/430978/events/2571965 Ásdís hefur dvalið í gestavinnustofu Skaftfells í maí og nóvember á þessu ári, með stuðningi frá Norrænu menningargáttinni. Æviágrip Með því að meðhöndla myndbandsmiðilinn eins og tónlist, spilar Ásdís Sif Gunnarsdóttir myndbrot undir ljóðaupplestri. Hún hefur gert töluvert af […]
Articles by: Tinna
Screen
14. des 2013 – 5. jan 2014 Daglega frá kl. 16 til miðnættis Screen er staðbundin og tímatengd innsetning samsett úr ljósum, kristölum, munum og hægsnúandi móturum. Í framsetningunni er sýningarrýmið virkjað á tvenna vegu, annarsvegar útistillingargluggi Bókabúðarinnar og hinsvegar þrívíða rýmið fyrir innan. Jens Reichert (1967) býr Freiburg, Þýskalandi. Hann dvelur sem gestalistamaður Skaftfells í desember og janúar. Jens notast við fjölbreytta miðla við sína vinnu; skúlptúra, innsetningar, málverk, ljósmyndir og hljóðverk. During my first residency stay in Iceland in December 2008 I was quite impressed by the christmas lighting. Even graveyards were covered with colourful little lights. A poetic […]