Skaftfell, í samstarfi við Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs, opnar útibú fyrir Reykjavík International Film Festival á Seyðsifirði dagana 11. og 12. nóvember. Til sýnis verða fjórar heimildarmyndir í Bistróinu. Aðgangseyrir er 500 kr., engin posi. Mánudagur, 11. nóv Kl. 20:00 Indversk sumar Kl. 21:30 GMO OMG Þriðjudagur 12. nóv Kl. 20:00 Sjóræningjaflóinn fjarri lyklaborðinu Kl. 22:00 Valentínusarvegur Nánar um myndirnar: INDVERSKT SUMAR / Indian Summer Simon Brook France, 2013, 84 mín. Indverskt sumar er gamansöm vegamynd um ferðalag um Suður-Indland til að kanna læknismeðferðina Ayurvedic, fimm þúsund ára óhefðbundna lækningu. Myndin fylgir óvenjulegu pari: Heimsfrægum frönskum eitlalækni sem þráir að kynnast annars […]
Articles by: Tinna
Laust í gestavinnustofum
Vegna óvæntra forfalla er laust pláss í gestavinnustofum Skaftfells október – desember 2013. Þeir listamenn sem ekki eru á biðslista þurfa að senda inn ferilskrá og nokkrar myndir af verkum eða link á heimasíðu á póstfangið residency@archive.skaftfell.is. Valið verður samkvæmt þeim forsendum sem gefnar eru upp á heimasíðu Skaftfells, sjá frekari upplýsingar á hér. Vegna þess hversu stuttur fyrirvarinn er þurfa þeir listamenn sem hafa áhuga að bregðast hratt við.