Hin árlega rithöfundalest rennur í hlað á Seyðisfirði laugardaginn 30. nóv. Lesturinn hefst stundvíslega kl. 20:30 í sýningarsal Skaftfells. Fimm rithöfundar munu lesa úr nýjum verkum sínum: Vigdís Grímsdóttir, Dísusaga – Konan með gulu töskuna Sigríður Þorgrímsdóttir, Alla mína stelpuspilatíð Andri Snær Magnason, Tímakistan Bjarki Bjarnason, Sérðu harm minn, sumarnótt? Jón Kalman Stefánsson, Fiskarnir hafa enga fætur Aðgangseyrir er 1.000 kr. en 500 fyrir börn og eldri borgara. Posi á staðnum. Lestinn stoppar einnig á eftirfarandi stöðum: Kaupvangskaffi Vopnafirði, fös. 29. nóv. kl. 20:30 Skriðuklaustri Fljótsdal, lau. 30. nóv. kl. 14:00 Safnahúsinu Neskaupstað, sun. 1. des. kl. 13:30 Að lestinni standa: Menningarmálanefnd Vopnafjarðar, Gunnarsstofnun, Skaftfell […]
Articles by: Tinna
Sumarsýning
Verið velkomin á sumarsýning nemenda úr myndmenntarvali Seyðisfjarðarskóla, 7. -10. bekk, þriðjudaginn 4. júní kl. 19:00-20:00.