Georgíska listakonan Eliso Tsintsabadze og rússneski listamaðurinn Pavel Filkov eru gestalistamenn Skaftfells í mars og apríl. Laugardaginn 14. apríl opna þau vinnustofu sína, á 3. hæð í Skaftfelli, fyrir gestum og gangandi. Með ljósmyndatækninni kanna Eliso og Pavel tengsl mannsins við umhverfi sitt, auk þess að miðill sjálfur er ígrundaður og hina sterku löngun að skrásetja umhverfi sitt. Um þessar mundir vinna þau saman að verki um skógrækt á Íslandi og eru að þróa sjónræna framsetningu á einföldu landslagi sem er ríkulegt að trjágróðri. Á opnu vinnustofunni verða einnig til sýnis önnur verk í vinnslu, ásamt úrvali af analog ljósmynda aðferðum […]
Articles by: Tinna
Vali á gestalistamönnum fyrir 2018 er lokið.
Gestavinnustofur Skaftfells eru í fullu fjöri sem aldrei fyrr og vali á gestalistamönnum fyrir 2018 er lokið. Sérstök valnefnd fór yfir umsóknirnar en alls bárust 322 umsóknir, sem er svipaður fjöldi og árið áður. Þar af voru 42 listamönnum, víðsvegar að, boðið bæði sjálfstæða dvöl og þátttaka í þematengdu vinnustofunni Printing Matter. Gestavinnustofunum er ætlað að stuðla að samfélagi listamanna og heimamanna, veita listamönnum rými til vaxtar og sköpunar í litlu samfélagi með óteljandi möguleikum og búa í haginn fyrir skapandi samræður milli listarinnar og hversdagsins. Listamennirnir dvelja í fjórum sögulegum húsum á Seyðisfirði, víðsvegar um bæinn, frá einum mánuði […]