Articles by: Tinna

HÓLLISTIC THERAPY

Sequences VI – utandagskrá Laugardaginn 13. apríl kl. 16:00-19:00 Hóll gestavinnustofa Á Sequences VI mun Liam Scully (UK) sýna myndbandsverkið Quake. Verkið er samansafn af jarðskjálfta-skotum með íbúum Seyðisfjarðar í aðalhlutverki. Viðfangsefni verksins er hin dramtíska daglega iðja, s.s. búðarferð, hittingur eða eftirmiðdags göngutúr. Snögglega er hinu hversdagslega magnað upp með sýndarjarðskjálfta. Liam mun sýna myndbandsverkið samhliða teikningum og samklippimyndum af hans daglega lífi og samlífi með bæjarbúum. Hægt er að fylgjast með framvindu dvalar Liam´s á bloggi hans. www.gone2iceland.blogspot.com Viðburðurinn er hluti af Sequences VI – Utandagskrá, www.sequences.is

DOMESTIC BLISS

Sequences VI – utandagskrá Laugardaginn 13. apríl,  18:00-21:00 Norðurgata gestavinnustofa Í gjörningi sínum mun Andrius Mulokas skoða aðferðir til að virkja skynfærin að þeim mörkum að til verði nýr útvíkkaður veruleiki sem getur orðið hluti í okkar daglega líf. Gjörningurinn varir í þrjár klukkustundir og á meðan honum stendur mun Andrius endurmóta brot úr raunveruleikanum frá hversdeginum á Seyðisfirði og leggja til róttækari nálgun að umhverfinu. Hin daglega upplifun verður efniviður í víðtækri tilraun, þar sem tími og rými sýndarveruleikans þróast í núinu. Listamaðurinn ætlar að sleppa milliliðnum, skiptast á að vera virkur/óvirkur og búa til hringrás af fjarverandi og […]

Read More