Á sýningunni er varpað ljósi á þær miklu breytingar og framfarir sem samskiptatæknin hefur haft í för með sér. Offlæði upplýsinga og sífellt hraðari samskipti nútímans vekja upp hugleiðingu um kapalinn, – strenginn sem símasamskiptin fóru fyrst um á Íslandi fyrir rúmri öld og kom á land á Seyðisfirði. Flug orðanna á vængjum rafmagnsstraumsins kippir svo að segja burt öllum fjarlægðum og vegalendum milli þeirra, er saman ná að tala gegnum símann, eða skeytum skiftast, og gerir mönnum þannig svo afarmikið hægra fyrir og fljótlegra að koma erindum sínum en vér höfum átt að venjast, að við það verður mýmargt […]
Articles by: Tinna
Karólína Þorsteinsdóttir fallin frá
Einn helsti velunnari Skaftfells, Karólína Þorsteinsdóttir, féll nýlega frá. Karólína starfaði í lengri tíma sem fréttaritari RÚV, Morgunblaðsins og DV. Á þeim vettvangi var hún ötull talsmaður Seyðisfjarðar og landsbyggðarinnar. Karólína spilaði mikilvægt hlutverk í stofnun Skaftfells. Árið 1997 gaf hún, ásamt eiginmanni sínum Garðari Eymundssyni, þá nýstofnuðum Skaftfellshóp fasteignina að Austurvegi 42 með það að markmiði að efla menningarlíf á Seyðisfirði. Stjórn miðstöðvar tók svo til starfa árið 1998 og sýningarsalurinn var formlega vígður ári seinna. Á mótunartímanum voru fyrstu sýningarnar í Skaftfelli: Boekie Woekie árið 1996, Sýning fyrir allt – til heiðurs og minninga um Dieter Roth árið […]