Í Bókabúðinni – verkefnarými munu gestalistamenn Skaftfells í september, Asle Lauvland Pettersen og Ditte Knus Tønnesen, vinna að verkefninu Twin City. Opin vinnustofa: – miðvikudag til laugardag, 19. – 22. sept, kl. 13-16. – miðvikudag, 26. sept, kl. 13 og frameftir. – fimmtudag til laugardag, 27. – 29. sept, kl. 13-16. Listamannaspjall #8: Laugardaginn 29. sept kl. 16, Bókabúð-verkefnarými Verkefnið Twin City hverfist um smábæina Seyðisfjörð og Melbu, í Noregi. Asle og Ditte munu tengja þessa bæi með innsetningu þvert yfir Atlantshafið. Listamennirnir telja að með þessu verkefni séu þau í fyrsta skipti að sameina á ný tvíbura sem hafa verið […]
Articles by: Tinna
TVÍSÖNGUR
Miðvikudaginn 5. september 2012 verður útilistaverkið Tvísöngur opnað almenningi í Þófunum ofan við Seyðisfjarðarkaupstað. Verkið er hljóðskúlptúr eftir þýska listamanninn Lukas Kühne. Byggingarefni Tvísöngs er járnbundin steinsteypa. Það samanstendur af fimm sambyggðum hvelfingum af mismunandi stærðum. Hæð hvelfinganna er tveir til fjórir metrar og flatarmál verksins er rúmir 30 m2. Hver hvelfing fyrir sig hefur eigin tíðni sem samsvarar einum tóni í fimmundarsöng og virkar sem magnari fyrir þann tón. Tvísöngur virkar þannig sem náttúruleg umgjörð fyrir íslensku tvísöngshefðina og er bæði sjónræn og hljóðræn útfærsla á henni. Tvísöngur er öllum opinn. Verkinu var valinn staður á sléttum bala á kyrrlátum stað í fjallshlíðinni með útsýni […]