Opnun föstudaginn 6. júlí kl. 17. Ting Cheng er búsett í London en á ættir sínar að rekja til Tæwan. Hugarfóstur Ting í myndlist byggja ekki á að endurgera raunverulegar minningar heldur skapa súrrealískar aðstæður þar sem áhorfandinn verður bæði móttakandi og þátttakandi. Með því að tengja saman líkama og rými fangar Ting hversdagslega hluti og aðstæður í svipmynd sem virðist vera af öðrum heimi. Listakonan vonast til að vekja upp spurningar og efasemdir með því að stunda gáskafullar rannsóknir, gera tilraunir og skoða umhverfi okkar út frá nýju sjónarhorni. Á Vesturveggnum mun Ting sýna ný verk sem eru unnin […]
Articles by: Tinna
COVERED
17.06.-27.06. Anna Anders hefur unnið með myndbandsmiðilinn síðan 1986. Hún byrjaði á að gera stuttmyndir en árið 1991 fór hún að skapa rýmisverk, s.s. vörpun, innsetningar og hluti. Verk Önnu sýna röð atvika í rauntíma þar sem blekkingar og skynvillur koma við sögu. Í sumum verkum sínum vinnur Anna með skjáinn sjálfan og notar hann þá sem annað lag eða tengingu á milli hins raunverulega og sýnilega þannig að skörun á sér stað þar á milli. Líkt og í Trompe l’oeil málverkum þar sem erfitt er að greina á milli gervi- og raunverulegrar áferðar. Myndbandsverk Önnu verða í augum áhorfandans […]