17.06.-27.06. Verkefni Takeshi, Favourite Spots, byggist þá því að íbúi Seyðisfjarðar fara með hann og myndavélina hans á uppáhaldsstað sinn, í eða við bæinn. Í sameiningu taka þeir viðhafnar ljósmynd af staðnum og þátttakandinn gerir grein fyrir vali sínu. Með þessu ferli vonast listamaðurinn eftir því að búa til sjónræna framsetningu á hugsunum, hugmyndum og sögum Seyðfirðinga. Takeshi Moro er aðstoðarprófessor í listum og listasögu í Santa Clara Háskólanum, San Francisco. Hann hefur kennt ljósmyndun í Bowling Green State háskólanum og Otterbein háskólanum, í Ohio. Takeshi hlaut BA gráðu frá Brown háskólanum og vann tímabundið í fjármálageiranum. Ljósmyndun átti þó […]
Articles by: Tinna
Nýr listrænn stjórnandi: Ráðhildur Ingadóttir
Skaftfell – miðstöð myndlistar á Austurlandi tilnefnir af mikilli ánægju Ráðhildi Ingadóttur sem listrænan stjórnanda fyrir árin 2013-2014. Ráðhildur Ingadóttir er fædd 1959 og hefur starfað sem myndlistarmaður um áralangt skeið. Hún nam myndlist í Bretlandi en býr og starfar í Danmörku og á Íslandi. Verkefni Ráðhildar hafa verið af margvíslegum toga. Hún hefur m.a. starfað sem stundakennari í Listaháskóla Íslands og verið mjög virk í sýningarhaldi undanfarin ár, jafnt innanlands sem utan. Starfsemi Skaftfells er helguð myndlist og þjónar miðstöðin öllu Austurlandi. Þar eru rekin tvö sýningarrými, auk verkefnarýmis, þrjár gestavinnustofur auk þess sem Skaftfell sinnir fræðslustarfi. Sýningarhald hefur […]