Laugardaginn 12. maí 2012, kl. 16, mun Frásagnasafnið opna á ný í aðalsýningarsal Skaftfells. Til sýnis verða nýjar frásagnir sem hafa bæst í safnið, ásamt eldri frásögnum, þar af 25 með enskum texta. Nýjar frásagnir munu bætast við reglulega. Hér fyrir ofan gefur að líta innslag Skaftfell í blogsíðu Kynningarmiðstöðvar Íslenskra myndlistar, Icelandic Art Center. Nánar um verkefnið Frá því í byrjun árs 2011 hefur Skaftfell staðið að verkefninu Frásagnasafnið. Tilgangurinn er að safna frásögnum allra íbúa Seyðisfjarðar á árunum 2011 til 2012 og varðveita einskonar svipmyndir sem saman lagðar gefa heildstæða mynd af samfélaginu. Það er einstakt að geta […]
Articles by: Tinna
SYLT/SÍLD: laugardaginn 28. apríl kl.17
Laugardaginn 28. apríl mun útiskúlptúrinn Sylt / SÍLD – eyja á eyju eftir listahópinn GV verða afhjúpaður. Verkið var þróað og unnið á meðan að fjögurra vikna búsetu hópsins stóð í gestavinnustofu Skaftfells. Form verksins vísar í eyjuna Sylt, sem var áður skrifað Síld, og er staðsett við norðurströnd Þýskalands. Í Bókabúðinni-verkefnarými kl. 17 verður haldin móttaka, og í kjölfarið farið að Sylt / SÍLD, verkið afhjúpað og vígt.