Mánudaginn 18. apríl kl. 17:00 munu listamennirnir Kate Woodcroft og Catherine Sagin, Henriikka Härkönen og Tom Backe Rasmussen opna sýningar á verkum sem þau hafa unnið í vinnustofum Skaftfells á undanförnum mánuðum. Kate Woodcroft, Catherine Sagin og Tom Backe Rasmussen munu einnig sýna myndir af verkum sýnum og segja fá vinnuaðferðum sínum. Um listamennina: Kate Woodcroft & Catherine Sagin Listamannahópurinn Catherin Sagin, stofnaður 2008, byggist á samvinnu listamannanna Kate Woodcroft og Catherine Sagin. Nafngiftin var ákvörðuð árið 2010 með skylminga gerningi þar sem listamennirnir tveir tókust á í tíu mínútur. Sigurvegarinn tryggði sér nafngift samvinnunnar næsta árið. Catherine sigraði 10-8. […]
Articles by: Tinna
Cannibal farm – af innra lífi algengra skeppna, stórra sem smárra
Bókabúðin – verkefnarými, 18. apríl 2011 Cannibal farm – af innra lífi algengra skeppna, stórra sem smárra. 2011. Olía á striga. 195 cm x 195 cm. Málverkið varð til eins og af sjálfu sér. Fyrst málaði listamaðurinn mynd af svíni Skálanesbóndans sem býr 200 metra frá gestavinnustofunni (svínið) – svo leiddi eitt af öðru og nú er komin niðurstaða. Túlkun verksins er gefin frjáls en þó vonar listamaðurinn að verkið veki frekar upp spurningar fremur en að verða lesið sem einhverskonar skilaboð. Að því sögðu felur verkið þó í sér vísanir í verksmiðju framleiðslu á landbúnaðarvörum. Tom Backe Rasmussen er […]