Articles by: Tinna

Sjón-hljómleikar

Sjón-hljómleikar í Herðubreiðar bíói, Seyðisfirði Sunnudaginn 20. febrúar kl. 16:00 Listamennirnir Konrad Korabiewski og Litten kynna hljóð/bókverkið ‘Påvirket Som Kun Et Menneske Kan Være’ á tónleikum þar sem raftónlist og kvikmynd blandast saman við hljóðfærablástur listamannsins Roger Döring (http://www.dictaphone-music.de). Tónleikarnir í Herðubreið á Seyðisfirði eru ,,live“. Frítt inn. Listamennirnir Konrad Korabiewski, Litten og Roger Döring munu einnig spila í 12 Tónum, Reykjavík þann 25. febrúar ásamt því að kynna bókverkið ‘Påvirket Som Kun Et Menneske Kan Være’ Tónleikarnir eru styrktir af Goethe stofnuninni. ‘Påvirket Som Kun Et Menneske Kan Være’ (Affected as only a human being can Be) Hljóð/bókverk listamannatvíeikisins […]

Read More

Listamannaspjall #4 og kynning:

Listamannaspjall og kynning: Gestalistamenn Skaftfells sýna og segja frá Miðvikudaginn 16. febrúar kl. 17:00 í Bistrói Skaftfells. Listamannatvíeikið Konrad Korabiewski og Litten tala um verk sín og kynna hljóð-bókverkið ‘Påvirket Som Kun Et Menneske Kan Være“ (Affected as only a human being can Be). Listamaðurinn Anthony Bacigalupo talar einnig um verk sín og sýnir kvikar myndir. Konrad Korabiewski (1978) tónskáld og listamaður fæst við tilraunakennda raftónlist þar sem innihald, stemning og upplifun hlustandans skipa megin hlutverk. Korabiewski nýtir sér tæknina til að tjá heimspekilegar vangaveltur og listræna hugmyndafræði með verkum sínum. Hann hefur komið fram á fjölmörgum tónleikastöðum og hátíðum […]

Read More