Articles by: Tinna

FERÐALAG / JOURNEY

FERÐALAG / JOURNEY

  Samstarfsverkefni Skaftfells, Sláturhússins og Eiða fyrir Listahátíð í Reykjavík 2008. Sýningarstjóri er Björn Roth. Í Skaftfelli verður sýning hóps sem kallar sig Skyr Lee Bob Lee, en þetta eru þau Guðni Gunnarsson myndlistarmaður, Erna Ómarsdóttir dansari og Lieven Dousseliere tónlistarmaður. Einnig verða listamennirnir Pétur Kristjánsson og Christof Büchel með gjörninga á Seyðisfirði.

Fræðakistillinn

Fræðsluverkefni fyrir grunnskóla Austurlands, 2008-2009 Fræðakistillinn er samstarfsverkefni Skaftfells og Tækniminjasafns Austurlands og er jafnt liður í safnakennslu Tækniminjasafnsins og fræðslustarfi Skaftfells. Um er að ræða farandverkefni fyrir eldri bekki grunnskóla en verkefnið mun einnig nýtast öðrum aldurshópum. Fræðakistillinn er ferðakistill sem inniheldur safn verkefna sem nemendur að leysa af hendi með aðstoð kennara þar sem unnið er með undur og dásemdir tækni, myndlistar og mannshugans. Tengslin á milli lista og vísinda eru megin þema verkefnisins. Fjallað verður lauslega um helstu uppgötvanir og uppfinningar sem nútíma rafeindatækni byggist á og hlut skapandi hugsunar og uppgötvana í myndlist og vísindum. Efnið […]

Read More