Sýningin er á vegum nemenda Listaháskóla Íslands í samstarfi við Dieter Roth akademíuna, Skaftfell og Tækniminjasafnið á Seyðisfirði og hefur verið árlegur viðburður frá árinu 2000. Sýningin í ár ber heitið Hardware/Software og eru þátttakendur 8 talsins, þar af eru 2 erlendir listnemar. Verkin á sýningunni eru öll unnin á staðnum, oft í nánu samstarfi við bæjarbúa og hin ýmsu fyrirtæki svæðisins, sem skapar mikla fjölbreytni, en verkin spanna allt frá stafrænni ljósmyndun yfir í stífluframkvæmdir. Björn Roth fer með sýningarstjórn en skipulagsmál og kynningarstarfsemi er í höndum nemenda. Sýnendur eru: Ástríður Magnúsdóttir, Dmitri Gerasimov, Eva Dagbjört Óladóttir, Logi Bjarnason, […]
Articles by: Tinna
ÍSLENSK MYNDLIST – HUNDRAÐ ÁR Í HNOTSKURN
Næstkomandi laugardag 12. janúar 2008 kl. 16.00 verður opnuð sýningin Íslensk myndlist – hundrað ár í hnotskurn. Sýningin er unnin í samvinnu við Listasafn Íslands og spannar tímabilið 1902-2004 í íslenskri myndlist. Á sýningunni eru 21 verk úr safneign Listasafns Íslands bæði olíumálverk, verk unnin á pappír og þrívíð verk. Verkin á sýningunni endurspegla ákveðinn tíðaranda og hugmyndafræði en ekki einstaka listamenn né þróun þeirra. Þannig er reynt að gefa mynd af þróun myndlistar í íslensku samfélagi á 20. öld og auka skilning á samtímalist. Markmið verkefnisins er að fá ungt fólk, aðallega nemendur efri bekkja grunnskóla og framhaldsskóla, til […]