Skaftfell Bistró verður lokað vegna viðhalds frá 26. sept til miðjan okt. Sýningarsalur Skaftfells verður opin þri-fös frá kl. 13-16 meðan á framkvæmdum stendur.
Articles by: Tinna
Ófrumlegt
Sýning um afritun, fjölritun og ritstuld í samstarfi við LungA skólann. Sýningarstjórn Gavin Morrison. Afritun er algeng og undirstöðuatriði við listsköpun. Þrátt fyrir það er ekki öll afritun af sama meiði. Búast má við margskonar siðferðislegum viðbrögðum sem spanna allt frá virðingu fyrir þeirri akademísku hefð byrjenda að endurgera verk meistara, til hneykslunar vegna ritstolinna skáldsagna. Sýningin Ófrumlegt tekur á mismunandi gerðum afritunar og fjölföldunar og hvernig við skiljum ásetning og áhrif þessara verka sem virðast á stundum siðferðislega vandmeðfarin. Út frá sjóræningjaútgáfum Jon Routson á Hollywood kvikmyndum og uppstækkuðum prentum eftir Suicide Girls af verkum Richards Prince, sem aftur […]