Auglýst eftir umsóknum frá sýningarstjórum og gagnrýnendum sem hafa áhuga á rannsóknum og listrænum skrifum á norðurhluta Noregs, Finnlands, Svíþjóðar, Norðurvestur-Rússlands, Skotlands, Íslands og Litháen haustið 2016 og vetur 2016/2017. Gestavinnustofudvölin er hluti af verkefninu Transfer North og býður sjö sýningarstjórum og gagnrýnendum einstakt tækifæri til að heimsækja nokkra viðkomustaði í netverkinu: NOREGUR // Tromsø (Troms County Cultural Center), Bodø (Nordland Culture Center), Svolvær (The North Norwegian Artist Center), Røst (Røst AIR) Kirkenes (Pikene på Broen), Karasjok (Sami Center for Contemporary Art) // FINNLAND// Oulu (Northern Photographic Center), Rovaniemi (Northern Media Culture Association Magneetti ry) // SVÍÞJÓÐ // Boden and Luleå (Havremagasinet/Galleri Syster […]
Articles by: Tinna
Frontiers of Solitude – verkefnakynning
Frontiers of Solitude er alþjóðlegt samstarfsverkefni milli listamanna og listastofnana í þremur Evrópulöndum; Školská 28 í Tékklandi, Atelier Nord í Noregi og Skaftfelli. Á tímabilinu apríl 2015 – apríl 2016 tóku 20 listamenn þátt í verkefninu með aðkomu og þátttöku sinni að gestavinnustofudvöl, rannsóknarleiðöngrum, vinnnustofum, málþingi og sýningarhaldi. Í verkefninu veltu listamennirnir fyrir sér yfirstandandi umbreytingu landslags og náin tengsl milli síð-iðnaðarsamfélagsins og náttúru. Þessi þemu voru útfærð með tilliti til vistfræðilegra og félagshagfræðilegra áhrifa sem orkuiðnaður og námugröftur hefur á tiltekið landslag í Tékklandi, Noregi og Íslandi. Í þessu samhengi var sex listamönnum frá þátttökulöndum boðið á Austurland í ágúst […]